Ertu að byggja?

Frá og með 18. mars 2020 er eingöngu hægt að sækja um heimlagnir á rafrænu formi á Mínum síðum HS Veitna. Hægt er að skrá sig inn á Mínar síður með íslykli eða rafrænum skilríkjum.

 

Þegar hús er byggt er mikilvægt að huga að tengingum við hitaveitu, rafveitu og vatnsveitu. Áður en sótt er um heimlögn er gott að glöggva sig á því hvaða þjónustu við bjóðum upp á á þínu byggingasvæði. Þær upplýsingar getur þú séð í töflunni hér fyrir neðan eða á yfirlitsmynd yfir dreifisvæði okkar.

 

Á sumum dreifisvæðum erum við eingöngu með rafmagn en á öðrum svæðum dreifum við rafmagni, heitu vatni og ferskvatni. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um hvaða þjónusta er í boði í hverju sveitarfélagi.

 

Dreifisvæði

Heitt vatn

Rafmagn

Kalt vatn

Álftanes

Nei

Nei

Ásbrú

Eyrarbakki

Nei

Nei

Garðabær (vestan lækjar)-sjá hér

Nei

Nei

Garður

Grindavík

Nei

Hafnarfjörður

Nei

Nei

Hafnir

Keflavík

Njarðvík

Sandgerði

Nei

Selfoss - sjá frekar hér

Nei

Nei

Stokkseyri

Nei

Nei

Vestmannaeyjar

Vogar

Nei

 

Frá hverri veitu er almennt aðeins lögð ein heimlögn í hvert hús, en þó í hverja einingu par- og raðhúsa og hvern stigagang fjölbýlishúsa. Lega heimlagna er háð aðstæðum á lóð á hverjum stað en ætíð er reynt að fara stystu mögulegu leið frá dreifilögnum í götu.

 

Smelltu hér til að sækja um heimlögn

 

Umsókn um heimlögn

Brýnt er að vanda frágang umsóknar og tilgreina allar umbeðnar upplýsingar eins og form hennar gerir ráð fyrir. Koma þarf skýrt fram hvaða heimlögnum er óskað eftir og tilgreina byggingastjóra, rafverktaka og pípulagningameistara eftir því sem við á.

 

Tenging heimlagna

Tenging bráðabirgðaheimlagna

Eyðublöð

Afhendingartími heimlagna

Afhendingartími heimlagna fer eftir tegund umsóknar, stærð heimlagnar og hvort um er að ræða nýtt eða gróið hverfi. Mikilvægt er að móttökustaður sé tilbúinn samkvæmt skilmálum HS Veitna og rétt gögn fylgi umsókn. Öll frávik frá því geta valdið töfum á afhendingu heimlagna.

 

Áætlaður afhendingartími frá samþykktri umsókn að uppsetningu mæla*

  • Ný hverfi 3- 4 vikur
  • Gróin hverfi 5-6 vikur

* Stærð heimlagna og staða dreifikerfis getur krafist meiri hönnunar sem hefur áhrif á afhendingartímann