Sjálfbærnistefna

1. Stefna í samfélagslegri ábyrgð

HS Veitur eru framsækið þekkingar- og þjónustufyrirtæki í veitustarfsemi sem telst til mikilvægra innviða. Hlutverk félagsins felst í að færa viðskiptavinum lífsgæði með því að veita aðgengi að tærum og endurnýjanlegum auðlindum á sjálfbæran og hagkvæman hátt í samræmi við lögbundnar skyldur. Hjá HS Veitum starfa um 95 starfsmenn sem sinna margvíslegum störfum til að uppfylla hlutverk félagsins. Félagið vinnur margvísleg verkefni á sviði sjálfbærni og hefur áhrif víða í samfélaginu.

 

Sjálfbærnistefna þessi nær utan um samfélagslega ábyrgð HS Veitna í víðu samhengi og munu hugtökin samfélagsleg ábyrgð og sjálfbærni verða notuð jöfnum höndum í stefnuyfirlýsingunni og verkefnaáherslum sem fylgja hér á eftir. Með sjálfbærnistefnu lýsir félagið því yfir að það ætlar á ábyrgan hátt að vinna að því að lágmarka neikvæð áhrif á samfélagið og auka þau jákvæðu.

 

1.1 Stefnuyfirlýsing

HS Veitur hafa sjálfbærni að leiðarljósi í allri sinni starfsemi sem tryggir sameiginlega hagsmuni samfélagsins í heild, viðskiptavina, starfsfólks og eigenda. Sjálfbærnistefnan skiptist í þrjú áherslusvið; umhverfi, félagslega þætti og stjórnarhætti

 

Umhverfi
Við verndun umhverfi okkar með því að starfa eftir skilvirkum ferlum, notkun umhverfisvænna orkugjafa, lágmörkun á sóun og ábyrgri meðhöndlun úrgangs.

 

Félagslegir þættir
Við leggjum áherslu á heilbrigði, jafnvægi og góð innri og ytri samskipti með hagsmuni samfélagsins, viðskiptavina, starfsfólks og eigenda að leiðarljósi.

 

Stjórnarhættir
Stjórnarhættir HS Veitna stuðla að opnum og traustum samskiptum á milli fyrirtækisins og samfélagsins, viðskiptavina, starfsfólks og eigenda. Stjórn HS Veitna endurmetur stjórnarhætti sína reglulega með tilliti til viðurkenndra leiðbeininga um stjórnarhætti.

1.2 Ferlið við mótun stefnunnar
Hópur starfsfólks kom að mótun stefnunnar og við val á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Stuðst var við verkefni háskólanema „Tillaga að sjálfbærnistefnu HS Veitna“ og fyrri stefnumótun félagsins undir leiðsögn ráðgjafa frá Ráður ehf. Vinnan fór fram á þremur vinnustofum um sjálfbærnimál auk þess sem framsetning heildarstefnu var uppfærð. Að lokum var niðurstaða lögð fyrir framkvæmdastjórn til staðfestingar áður en hún var kynnt fyrir stjórn til endanlegs samþykkis.

 

Stefnan nær til félagsins í heild og gildir jafnt á öllum starfsstöðvum þess. Hún er í anda stefnumótunar félagsins og tekur mið af gildum þess; Traust, Virðing, Framfarir.

 

1.3 Hagaðilar
Helstu hagaðilar HS Veitna eru samfélagið í heild, viðskiptavinir, starfsfólk og eigendur. HS Veitur geta haft mikil áhrif á hagaðila sína með gjörðum sínum þar sem þjónusta félagsins er ófrávíkjanlegur hluti daglegs lífs þeirra sem búa og starfa á þeim svæðum sem HS Veitur starfa. HS Veitur ætla því að ganga á undan með góðu fordæmi í sjálfbærnimálum og veita skýrar og áreiðanlegar upplýsingar um árangur félagsins. Félagið mun einnig leitast við að fræða hagaðila sína um mikilvægi þeirra þátta í sjálfbærni sem tengjast notkun á afurðum og þjónustu fyrirtækisins og hvetja þá til dáða.

 

1.4 Áherslur HS Veitna í sjálfbærni fram að mótun stefnu
HS Veitur hafa ávallt verið meðvitaðar um áhrif sín á umhverfið, samfélagið í heild og ábyrga umgengni um auðlindirnar sem félagið vinnur með. Í gegn um árin hafa stór verkefni verið unnin í átt að sjálfbærni þó formleg stefnumótun í málaflokknum hafi ekki hafist fyrr en árið 2021. Varmadælustöð í Vestmannaeyjum tryggir mun umhverfisvænni leið til hitunar vatns sem áður var hitað upp með því að nota allt að þrefalt meiri raforku og með því að brenna olíu. Varmadælustöðin var gangsett 2018 og vígð þann 29. maí 2019. Snjallvæðingu vatnsmæla lauk árið 2019. Um var að ræða útskipti á nánast öllum vatnsmælum í dreifikerfi fyrirtækisins með það að markmiði að lágmarka sóun á heitu vatni. Árið 2013 hófst flokkun á úrgangi og mælingar á útblæstri í starfseminni hófust árið 2017. Í lok árs 2020 hlutu HS Veitur jafnlaunavottun og starfsánægjukönnun var gerð á meðal starfsfólks á árinu 2021 í fyrsta sinn frá því að HS Veitur urðu sérstakt félag. UFS uppgjör var gert í samstarfi við Klappir í fyrsta sinn fyrir árið 2020.

 

Stjórn HS Veitna leitast við að viðhalda góðum stjórnarháttum og fylgir „Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja“ sem Viðskiptaráð Íslands, NASDAQ OMX Iceland og Samtök atvinnulífsins hafa gefið út. Stjórn hefur einnig sett sér starfsreglur sem endurskoðaðar eru reglulega.

 

1.5 Ábyrgðaraðilar stefnunnar
Stjórn HS Veitna samþykkir sjálfbærnistefnuna en eigandi hennar er forstjóri HS Veitna sem ber ábyrgð á að hún sé endurskoðuð á tveggja ára fresti. ÖHU Stjóri er ábyrgur fyrir framkvæmd stefnunnar en hann mun skipa stýrihóp sem í sitja, ásamt honum sjálfum, sviðsstjóri fjármálasviðs og mannauðsstjóri. Sjálfbærninefnd sér um að framfylgja markmiðum og aðgerðum stefnunnar en hún samanstendur af fulltrúum úr hópi stjórnenda og starfsmanna félagsins. Nefndin mun sjá um eftirfylgni aðgerðaráætlunar sem fylgir stefnunni og reglulega endurskoðun.

 

 

 

 

 

2. Áherslur HS Veitna í sjálfbærni

 

2.1 Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Þau heimsmarkmið sem undirbúningshópur sammældist um að leggja áherslu á í fyrstu eru eftirfarandi;

 

 

 

2.2 Áherslur HS Veitna í hverjum þætti sjálfbærni (UFS)

Umhverfi
Við verndum umhverfi okkar með því að starfa eftir skilvirkum ferlum, notkun umhverfisvænna orkugjafa, lágmörkun á sóun og ábyrgri meðhöndlun úrgangs.

 

 

Félagslegir þættir
Við leggjum áherslu á heilbrigði, jafnvægi og góð innri og ytri samskipti með hagsmuni samfélagsins, viðskiptavina, starfsfólks og eigenda að leiðarljósi.

 

 

Stjórnarhættir
Stjórnarhættir HS Veitna stuðla að opnum og traustum samskiptum á milli fyrirtækisins og samfélagsins, viðskiptavina, starfsfólks og eigenda. Stjórn HS Veitna endurmetur stjórnarhætti sína reglulega með tilliti til viðurkenndra leiðbeininga um stjórnarhætti.