Dreifikerfi í Hafnarfirði og hluta Garðabæjar

Við dreifum rafmagni í Hafnarfirði og vestan lækjar í Garðabæ

 

Starfstöð Selhellu 8 Hafnarfirði

 

Rafmagnsdreifing

Við dreifum raforku svo til eingöngu með jarðköplum, þannig að lítið ber á rafdreifikerfinu ef frá eru taldar dreifistöðvar og götuskápar. Þessi uppbygging lágmarkar áhrif veðurs á dreifinguna og veitir hæsta afhendingaröryggið. Við dreifum rafmagni á nokkrum spennuþrepum eða 12kV og 400 voltum.