Viltu fá sendar tilkynningar

vegna viðhaldsvinnu í þínu hverfi?

Skráðu farsímanúmer og netfang inn á Mínar síður inn á hsveitur.is.
Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum, ferð inn í „Stillingar“ og skráir farsímanúmer og netfang og við getum sent þér skilaboð um fyrirhugaðar framkvæmdir í þínu hverfi.

Einnig er hægt að hafa samband við þjónustuver okkar í síma 422 5200 og láta uppfæra þessar upplýsingar eða senda okkur tölvupóst á netfangið hsveitur@hsveitur.is.

 

Leiðbeiningar um hvernig skal skrá sig inn, skrá netfang og símanúmer er HÉR

 

Á mínum síðum geta notendur einnig fylgst með notkun sinni.

 

Við viljum vera í góðu sambandi við viðskiptavini okkar – alltaf.
Reynt er að koma upplýsingum um þjónustubrest eins og rafmagns- eða vatnsleysi vegna viðhaldsvinnu til viðskiptavina.
Eins og gefur að skilja getum við ekki alltaf látið vita með fyrirvara sé um skyndilegar bilanir sem verða á eða í kerfum okkar.