Jafnlaunastefna
Það er skýr stefna HS Veitna að kynbundinn launamunur skuli ekki þrífast innan fyrirtækisins í samræmi við 19. gr. jafnréttislaga nr. 10/2008. Markmiðið er því að enginn óútskýrður launamunur mælist í jafnlaunagreiningu.
- Stefna HS Veitna er að allir starfsmenn njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar
- Meginmarkmið er að tryggja að engin bein né óbein mismunun eigi sér stað við ákvörðun launa
- Við launaákvarðanir skal bjóða sömu kjör fyrir sambærileg störf með tilliti til umfangs, ábyrgðar, menntunar og reynslu sem starf krefst
- HS Veitur skuldbinda sig til að innleiða, viðhalda og skjalfesta jafnlaunakerfi í samræmi við Jafnlaunastaðal ÍST 85:2012 og fylgja viðeigandi lagalegum kröfum
- Komi fram ómálefnalegur launamunur við launagreiningar skal sett fram tímasett áætlun til að leiðrétta hann
- HS Veitur skuldbinda sig til að vinna að stöðugum umbótum, eftirliti og bregðast við hvers kyns frábrigðum sem koma upp í jafnlaunakerfinu
- Jafnlaunastefna skal endurskoðuð annað hvert ár
- Stefna þessi er lögð til grundvallar fyrir markmiðasetningu sem er rýnd með reglulegu millibili af æðstu stjórnendum.
Jafnréttisáætlunina má lesa hér