Græn fjármögnun

 

HS Veitur hófu útgáfu grænna skuldabréfa árið 2022. Ramma þeirrar útgáfu er að finna neðar á síðunni.

 

Árið 2022 gáfu HS Veitur út ramma grænnar fjármögnunar. Með honum er mörkuð sú stefna að fara alfarið í græna fjármögnun fyrirtækisins og ramma hennar er einnig að finna hér á síðunni.

 

Grænn fjármögnunarrammi

Grænn fjármögnunarrammi HS Veitna felur í sér að stefnt er að því að öll fjármögnun fyrirtækisins sé græn, hvort heldur sem er skuldabréfaútgáfa eða lántaka af öðru tagi.

 

Fjármögnunarramminn hefur fengið óháð álit frá CICERO. Hann fékk einkunnina dökkgrænn og framúrskarandi fyrir umgjörð hans.

 

Green Financing Framework - HS Veitur

 

CICERO Green - Second Opinion - HS Veitur

 

Græn skuldabréf

HS Veitur hafa unnið skipulega að umhverfismálum um langa hríð. Græni ramminn og skuldabréfaútgáfan sem undir hann fellur er staðfesting á þeim markmiðum sem HS Veitur hafa sett sér sem snúa að því að fjármagna eða endurfjármagna verkefni sem stuðla að ábyrgri og sjálfbærri nýtingu auðlinda.

 

Tilgangur útgáfunnar er að fjármagna þau fjölmörgu grænu verkefni sem eru á döfinni hjá HS Veitum. Má þar nefna; stækknun dreifikerfis rafveitu, stækkun dreifikerfis hitaveitu, snjallvæðingu veitukerfa og varmadælustöðin í Vestmannaeyjum.

Græni ramminn fylgir svokölluðum „green bond principles“, viðmiðum útgefnum af ICMA, alþjóðasamtökum aðila á verðbréfamarkaði. Græni ramminn byggir á fjórum stoðum:

 

  • skilgreiningu grænna verkefnaflokka
  • valferli grænna verkefna
  • meðferð fjármuna
  • skýrslugjöf til fjárfesta

 

CICERO (Center for International Climate Research) hefur veitt óháð álit á rammanum og gefur honum hæstu einkunnir; „dark green“ fyrir jákvæð umhverfisáhrif verkefnanna og „excellent“ fyrir umgjörð skuldabréfanna hjá fyrirtækinu.

 

Green Financing Framework - HS Veitur

 

CICERO Green - Second Opinion - HS Veitur