Innra eftirlit með sölumælum

 

Dreifiveitum (vatnsveitum, hitaveitum og rafveitum) er heimilt að koma upp innra eftirlitiskerfi með sölumælum sínum sem kemur í stað löggildingar, enda hafi kerfið verið vottað af til þess bærri skoðunarstofu og fyrir liggi heimild Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. HS Veitur hlaut nýlega slíka heimild fyrir alla sölumæla sína, þ.e. fyrir öll veitusviðin, rafveitu, vatnsveitu og hitaveitu.

 

Innra eftirlitskerfi HS Veitna með sölumælum er hluti af gæðakerfi fyrirtækisins og fellur undir skoðunar og úttektarreglur ISO 9001 og reglugerðir um mælifræðilegt eftirlit með raforkumælum nr. 1061/2008, ásamt síðari breytingum og um mælifræðilegt eftirlit með vatnsmælum nr. 1062/2008, ásamt síðari breytingum.


Þessi þáttur gæðakerfisins lýtur að því að tryggja réttar mælingar og að mælaskipti fari fram á réttum tíma. Fylgst er með mælunum með því að taka úrtök úr einstökum mælasöfnum (tilteknar árgerðir og tegund) og senda í prófanir hjá löggiltri prófunarstofu. Standist úrtakið prófun er heimilt að nota viðkomandi safn áfram en annars þarf að skipta því út fyrir nýtt safn, þ.e. setja upp nýja mæla.