Störf í boði

Við erum alltaf að leita að góðu starfsfólki

HS Veitur eru frábær og eftirsóttur vinnustaður. Markmið okkar er að tryggja að vinnustaðurinn einkennist af fagþekkingu, verkkunnáttu, þjónustulund, starfsgleði, heiðarleika og umfram allt gagnkvæmri virðingu.

 

Hjá HS Veitum starfar öflugt starfsmannafélag sem leggur sitt af mörkum til að uppfylla félagslegar þarfir starfsfólks og viðhalda góðum starfsanda innan fyrirtækisins.

 

 

Núna er verið að leita eftir sviðsstjóra rekstrarsviðs hjá okkur.

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf fyrir árangursmiðaðan einstakling sem hefur brennandi áhuga á rekstri. Sviðsstjóri rekstrarsviðs situr í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og er staðgengill forstjóra.

Rekstrarsvið hýsir þjónustu-, mannauðs-, gæða-, umhverfis- og öryggismál en starfandi eru stjórnendur sem leiða hvern þessara málaflokka. Umsóknarfrestur er til og með 15 nóvember. 

 

Umsóknarferlið er hjá Capacent - sjá hér.