Störf í boði

Við erum alltaf að leita að góðu starfsfólki

HS Veitur eru frábær og eftirsóttur vinnustaður. Markmið okkar er að tryggja að vinnustaðurinn einkennist af fagþekkingu, verkkunnáttu, þjónustulund, starfsgleði, heiðarleika og umfram allt gagnkvæmri virðingu.

 

Hjá HS Veitum starfar öflugt starfsmannafélag sem leggur sitt af mörkum til að uppfylla félagslegar þarfir starfsfólks og viðhalda góðum starfsanda innan fyrirtækisins.

 

 

HS Veitur auglýsa eftir rafvirkja á starfsstöð fyrirtækisins í Árborg


Starfið felur í sér viðhald og rekstur dreifikerfis, nýlagnir, tengingar og uppsetningu búnaðar. Við leitum að hæfileikaríkum einstaklingi til að vinna í frábærum hópi fagmanna.

Hæfniskröfur
• Sveinspróf í rafvirkjun er nauðsyn, tekið verður tillit til þess ef viðkomandi er að ljúka sveinsprófi
• Áhersla er lögð á fagleg og sjálfstæð vinnubrögð, samskiptahæfni, þjónustulund og brennandi áhuga á tæknimálum
• Viðkomandi umsækjandi þarf að vera reiðubúinn að ganga bakvaktir sé þess óskað
• Góð íslensku- og enskukunnátta æskileg

 

Smelltu hér og þú verður fluttur yfir á síðuna Alfred og getur skilað inn umsókn til okkar