Verðskrá

Ítarleg verðskrá

Allir reikningar eru aðgengilegir á "Mínar síður" þar getur þú skoðað reikninga, niðurhalað eða prentað ef þú vilt eiga hann á papprísformi. Kröfur eru sendar rafrænt í banka og hægt er að ganga frá greiðslu í heimabanka.

 

Við hvetjum viðskiptavini okkar að nýta sér sjálfvirk eða rafræn greiðsluform og komast þannig hjá greiðslu seðilgjalda, dráttarvaxta, innheimtugjalda, lokana og annarra óþæginda sem fylgja ef vanskil verða.

 

Greiðsluleiðir í boði

 

BEINGREIÐSLUR
Beingreiðslur eru með þeim hætti að viðskiptavinir hafa samband við viðskiptabanka sinn og óska eftir að greiða orkureikningana í beingreiðslu. Bankinn sér síðan um samskipin við okkur og gengur frá því að greiðslukröfur berast til bankans á rafrænu formi og engir reikningar verða skrifaðir út.
BOÐGREIÐSLUR
Boðgreiðslur eru með svipuðum hætti og beingreiðslur, nema í þessu tilfelli er um að ræða skuldfærslu á greiðslukort. Þetta virkar þannig að viðskiptavinurinn skráir sig inná Mínar Síður hjá okkur og skráir þar greiðslukortið sitt. Þá er gengið frá því að reikningar fara rafrænt til viðkomandi kortafyrirtækis. Reikningurinn er aðgengilegur inná Mín Síða og á rafrænu yfirliti í heimabanka.
RAFRÆNIR REIKNINGAR
Fyrirtæki þurfa að geta móttekið rafræna reikninga í fjárhagskerfum sínum til að nýta þennan valkost. Rafrænir reikningar þýða meiri gæði fyrir lægra verð samanborið við skannaða pappírsreikninga. Upplýsingarnar í rafrænum reikningi eru traustar og hægt er að bóka þær rafrænt. Það verður engin handavinna við villur sem orsakast af því að tilvísunarnúmer vantar eða lélegum gæðum í skönnun.

 

Vatnsgjöld eru samkvæmt álagningarskrá HS Veitna hf. Sjá má forsendur útreiknings á álagningarskrá í verðskrá okkar fyrir kalt neysluvatn.

 

Verðskrár

Hér fyrir neðan finnur þú verðskrár okkar.

Eldri verðskrár er að finna í skjalasafni síðunnar

 

Verðskrá fyrir dreifingu og flutning raforku

Verðskrá fyrir heitt vatn

Verðskrá fyrir kalt neysluvatn

Þjónustugjöld

 

Almennir skilmálar