Verðskrá

Ítarleg verðskrá

Við viljum hvetja viðskipta vini okkar til að velja sér eitthvað af neðangreindum greiðsluformum og komast þannig hjá greiðslu seðilgjalda og koma greiðslunum í ákveðinn farveg. Með því er orkukaupum komið í fastann farveg og auk beins sparnaðar ert þú laus við dráttarvexti, innheimtugjöld, lokanir og önnur óþægindi sem ætíð fylgja ef vanskil verða.

 

Greiðsluleiðir í boði

 

RAFRÆNAR GREIÐSLUR
Reikningar eru sendir rafrænt í heimabankann, enginn gluggapóstur og engin seðilgjöld. Rafrænar greiðslur í heimabanka er góður kostur fyrir þá viðskiptavini sem nota heimabanka mikið. Reikningurinn er aðgengilegur á rafrænu yfirliti í heimabankanum og krafan birtist með öðrum ógreiddum kröfum. Þú getur skrifað reikninginn út ef þú vilt eiga hann á pappír.
BEINGREIÐSLUR
Beingreiðslur eru með þeim hætti að viðskiptavinir hafa samband við viðskiptabanka sinn og óska eftir að greiða orkureikningana í beingreiðslu. Bankinn sér síðan um samskipin við okkur og gengur frá því að greiðslukröfur berast til bankans á rafrænu formi og engir reikningar verða skrifaðir út.
BOÐGREIÐSLUR
Boðgreiðslur eru með svipuðum hætti og beingreiðslur, nema í þessu tilfelli er um að ræða skuldfærslu á kreditkort. Þetta virkar þannig að viðskiptavinurinn snýr sér til okkar beint og þar er gengið frá því að reikningar fara rafrænt til viðkomandi kortafyrirtækis. Reikningurinn er aðgengilegur á rafrænu yfirliti í heimabanka.
RAFRÆNIR REIKNINGAR
Fyrirtæki þurfa að geta móttekið rafræna reikninga í fjárhagskerfum sínum til að nýta þennan valkost. Rafrænir reikningar þýða meiri gæði fyrir lægra verð samanborið við skannaða pappírsreikninga. Upplýsingarnar í rafrænum reikningi eru traustar og hægt er að bóka þær rafrænt. Það verður engin handavinna við villur sem orsakast af því að tilvísunarnúmer vantar eða lélegum gæðum í skönnun.

 

Vatnsgjöld eru samkvæmt álagningarskrá HS Veitna hf. Sjá má forsendur útreiknings á álagningarskrá í verðskrá okkar fyrir kalt neysluvatn.

 

Verðskrár

Hér fyrir neðan finnur þú verðskrár okkar.

Eldri verðskrár er að finna í skjalasafni síðunnar

 

Verðskrá fyrir dreifingu og flutning raforku

Verðskrá fyrir heitt vatn

Verðskrá fyrir kalt neysluvatn

Þjónustugjöld

 

Almennir skilmálar