Spurt og svarað
Um Mínar Síður
Hvers vegna ættir þú að skrá þig inná Mínar Síður?
Á Mínum Síðum er mikið magn upplýsinga um viðskipti þín við HS Veitur. Þar er meðal annars hægt að skoða reikninga og fylgjast með notkun á veitum dag fyrir dag.
Innskráning á Mínar Síður
-
Til að skrá þig inná Mín Síða sem einstaklingur velur þú takkann Mín Síða efst í hægra horninu og skráir þig inn með rafrænum kennum á farsímanum.
Þegar þú hefur skráð þig inná vefinn þá getur þú veitt öðrum einstaklingum heimild til að sjá viðskiptagögnin þín og sækja um þjónustu fyrir þína hönd.
Einstaklingur sem þú hefur veitt ofangreinda heimild getur aftur á móti ekki breytt gögnum sem eru undir Stillingar.
-
Prókúruhafar geta veitt einstaklingum aðgang að viðskiptagögnum sínum og hafa þeir einstaklingar öll réttindi inná síðunni sem sá lögaðili sem veitti honum réttindin inná síðuna.
Til að gefa einstaklingi réttindi fyrir hönd fyrirtækis þarf að skrá þau réttindi hjá Signet login, sjá frekari leiðbeiningar hér.
Eftir að búið er að skrá umboðið þá getur einstaklingurinn með umboðið valið að skrá sig inn sem fyrirtækið með innskráningartakkanum fyrir MínSíða efst í hægra honinu á heimasíðu HS veitna.
Hvað er inná Mín Síða
-
Hér er að finna samndregnar upplýsingar um viðskipti þín við HS Veitur, viðskiptastaða, nýjustu reikningar og notkunarsaga
-
Hér er hægt að sjá alla reikninga sem gefnir hafa verið út á þig, greiðslustöða þeirra og hægt að skoða reikninga, prenta þá og niðurhala
-
Hér er að finna yfirlit yfir samninga. Hægt er að skoða hversu mikið magn er verið að nota á hverjum samningi/notkunarstað, hægt að greina niður á ár, mánuði og í mörgum tilfellum niður á daga og tímabil innan dags (rafmagnsnotkun)
-
HS Veitur innheimta vatnsgjöld í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ (Garði) og í Vestmannaeyjum. Hér er hægt að sjá álagningaseðla vatnsgjalda aftur til 2012
-
Hér finnur þú meðal annars skýrslur um upphæðir og magn viðskipta þinna, þú getur einnig niðurhalað þessum skýrslu eða gögnum þeirra á excelformi
-
Það er mikilvægt að upplýsingar um greiðendur á rafmagni, heitu- og köldu vatni séu réttar í kerfunum okkar. Þess vegna er mikilvægt að tilkynna okkur ef þú ert að flytja eða ef skipta skal út greiðendur á veitumn
-
Þó svo að yfir 95% mælanna okkar sér snjallmælar og skili álestri til okkar daglega, kemur fyrir að við þurfum að óska eftir því að skilað sé inn álestri. Einnig er hægt að óska eftir því að við sendum okkar álesara til að lesa af mælum
-
Ef þú ert að byggja hús á veitusvæði HS Veitna þarf að sækja um heimlögn hvort sem er fyrir rafmagn, heitt vatn eða kalt vatn. Eini staðurinn til að gera það er á mínum síðum
-
Skilað inn beiðni um breytingu á heimtaug í þriggja fasa straum.
-
- Aftenging
- Stækkun heimlagnar
- Breyting heimlagna - færsla á heimlögn
-
- Undir stillingum er hægt að setja inn samskipta upplýsingar, GSM símanúmer og póstfang, þá getum við tilkynnt þér um rof á þjónustu vegna viðhaldsverka
- Þar getur þú veitt öðrum aðgang að þínum Mínum Síðum
- Skráð inn greiðslukortaupplýsingar.
- Skráð inn bankaupplýsigar, það kemur fyrir að hjá viðskiptavinum okkar myndist inneign því er gott að skrá bankaupplýsingar svo að við getum endurgreitt þér hratt og örugglega