Þjónustusvæði

Rafmagnsveita, hitaveita og ferskvatnsveita

HS Veitur hf. voru í upphafi stofnaðar sem hitaveita í þrengsta skilningi þess orðs. Í tímans rás höfum við breyst og þróast. Við önnumst dreifingu á heitu vatni, ferskvatni og raforku. Einnig önnumst við ferskvatnsöflun fyrir sum byggðarlög og rekum varmadælustöð og kyndistöð í Vestmannaeyjum sem sjá íbúum þar fyrir heitu vatni.

 

Dreifikerfi okkar á Suðurnesjum

Við dreifum rafmagni og hitaveituvatni á öllum Suðurnesjum.
Einnig dreifum við ferskvatni í Reykjanesbæ, Garði og Ásbrú.  Þú getur lesið meira um dreifikerfið okkar á Suðurnesjum hér.

 

Dreifikerfi okkar í Vestmannaeyjum

Við dreifum rafmagni, hitaveituvatni og ferskvatni í Vestmannaeyjum.  Þú getur lesið meira um dreifikerfið okkar í Vestmannaeyjum hér.

 

Dreifkerfi okkar í Hafnarfirði og nágrenni

Við dreifum rafmagni í Hafnarfirði, Álftanesi og hluta Garðabæjar (vestan lækjar).   Þú getur lesið meira um dreifikerfið okkar í Hafnarfirði og nágrenni hér.

 

Dreifikerfi okkar í Árborg

Við dreifum rafmagni í Árborg (Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri). Þú getur lesið meira um dreifikerfið okkar í Árborg hér.