Dreifikerfi í Vestmannaeyjum
Við dreifum rafmagni, heitu vatni og ferskvatni í Vestmannaeyjum
Starfstöð Tangagötu 1
Rafveita
Rafmagnið kemur frá fastalandinu í gegnum tvo sæstrengi sem leiddir eru í aðveitustöð fyrirtækisins í Vestmannaeyjum og þaðan dreift um dreifikerfið í bænum. Við dreifum raforku svo til eingöngu með jarðköplum, þannig að lítið ber á rafdreifikerfinu ef frá eru taldar dreifistöðvar og götuskápar. Þessi uppbygging lágmarkar áhrif veðurs á dreifinguna og veitir hæsta afhendingaröryggið. Við dreifum rafmagni á nokkrum spennuþrepum eða 33kV, 12kV og 400 voltum.
Vara- og toppstöð rafveitunnar er staðsett í vélasal fyrirtækisins. Um er að ræða sjö Caterpillar vélar sem geta framleitt um 5 MW.
Hitaveita
Í varmadælustöðinni eru fjórar sjóvarmadælur. Á hverjum klukkutíma er 450 l/sek (16.200 m3/klst.) dælt upp af 8°C heitum sjó til orkuframleiðslunnar.
Vinnslumiðill sjóvarmadælunnar er ammoníak sem fer í gegn um sjóvarmaskiptin. Í sjóvarmaskiptinum fer sjór um aðra hlið hans og ammoníak um hina. Vegna lágs suðumarks ammoníaks sýður ammoníakið í varmaskiptinum og breytist í ammoníaksgufu og sjórinn kælist. Ammoníaksgufan fer þaðan inn í skrúfupressu sem þjappar gasinu saman upp í rúm 30 bar og þá er hitinn á gasinu orðinn um 115°C. Ammoníakgasið fer þaðan í varmaskipta hitaveitunnar og hitar upp vatn hitaveitunnar upp í 75°-77°C. Eftir það er ammoníakið orðið kaldur vökvi og fer síðan aftur í sjóvarmaskiptinn og hringrásin hefst aftur.
Vatnsveita
Vatn veitunnar er tekið úr tveimur vatnslindum í landi Syðstu Merkur á fastalandinu. Vatninu er dælt um neðansjávarvatnsleiðslur til Vestmannaeyja og þaðan um dreifikerfið. Tvö dreifikerfi eru í bænum, efra dreifikerfi og neðra dreifikerfi. Allt neysluvatn er selt í gegnum rennslismæla og með álagningu vatnsgjalda.