Ertu að breyta eða byggja?
Á þessum síðum eru upplýsingar fyrir húseigendur og húsbyggjendur um tengingar við hitaveitu-, rafveitu- og vatnsveitukerfi okkar.
Algengasta orsök bilana í dreifkerfinu er sú að verktakar við jarðvegsframkvæmdir grafa í sundur rafstrengi eða vatnsæðar. Áður en grafið er því mjög mikilvægt að sækja um teikningar sem sýna legu lagna í jörðinni. Athugaðu að ekki má notast við teikningar úr vefsjá viðkomandi sveitarfélags, þetta á við hvort sem grafið er innan eða utan lóðamarka. Með réttum vinnubrögðum má koma í veg fyrir tjón og óþægindi fyrir verktaka og notendur.