Lega lagna

Fáðu lagnateikningar okkar frá okkur

Teikningar geta innihaldið skekkjur og því er öruggast að fá starfsfólk okkar til að meta hvort leita þarf eftir veitulögnum áður en grafið er. Við eigum góðan búnað til að hlusta út strengi og pípur eða mæla út frá föstum viðmiðum. Ekki hika við að hafa samband, þar sem þessi þjónusta er veitt án endurgjalds og fæst með því að hringja í síma 422 5201 eða sótt um að fá þær í tölvupósti.

 

Vélknúnar gröfur valda flestum tjónum á lögnum okkar í jörð. Þess vegna ber umráðamönnum slíkra tækja að tryggja sig gegn tjóni sem þeir kunna að valda. Það kostar frá nokkrum tugum þúsunda uppí milljónir króna að gera við veitulagnir sem skemmast. Þá er ekki meðtalin kostnaður framkvæmdaaðila við að lagfæra þær skemmdir sem tjónið kann að valda, eins og vatnsleka.

 

 

Allt tjónið er á ábyrgð framkvæmda aðila og alls óvíst með gildissvið trygginga ef ekki hefur verið leitað eftir upplýsingum og sótt um leyfi áður en framkvæmdir hefjast.

 

Upplýsingar frá HS Veitum um legu lagna í jörð er veittar til að forða framkvæmdaaðilum frá tjónum og tryggja öryggi þeirra og annarra.

 

Athugið að leita eftir teikningum frá öðrum þjónustuveitum sem kunna að vera á staðnum.