Rafmagnsveita

Hvernig gengur tenging húsnæðis við rafdreifikerfi fyrir sig?

Viðskiptavinur

Semur við rafverktaka og sækir um tengingu húsnæðis inná Mínum síðum HS Veitna.


Hvar skal heimtaugin fara inní húsnæði? – Með umsókninni þarf að fylgja málsett afstöðumynd og málsett grunnmynd. 

 

Sækja skal samtímis um allar veituteningar sem HS Veitur sjá um.

 

Rafmagnssvið

Hannar tengingu húsnæðis og tengir strenginn í götukassa.  Heimtaugarendinn er dreginn inn í húsnæðið. Þegar taugin er tilbúin til áhleypingar lætur verkstjóri tengilið verkkaupa vita.

 

Gjaldkeri

Gefur út reikning fyrir heimtauginni og sendir til viðskiptavinar. Reikninginn þarf að greiða áður en áhleyping á sér stað.

 

Rafverktaki

HS Veitur fara fram á að rafverktakar skili rafrænni þjónustubeiðni á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir áhleypingu.


Þjónustubeiðni rafverktaka eru upplýsingar sem rafverktakar þurfa að skila inn vegna vinnu við rafmagnsdreifikerfi að kröfu Mannvirkjastofnunar.

 

Mæladeild

Þegar greiðsla hefur borist fyrir heimtaugina og áhleypingarbeiðni hefur verið móttekin setja starfsmenn mæladeildar upp rafmagnsmælinn og spennusetja veituna.