Bráðabirgðatenging rafmagns

Hvernig gengur bráðabirgðatengin rafmagns í vinnuskúr fyrir sig?

Viðskiptavinur

Semur við rafverktaka og sækir um tengingu bráðabirgðarheimtaugar inná Mínum síðum HS Veitna.

 

Hvar er vinnuskúrinn staðsettur? Skila þarf inn með beiðninni teikningu sem sýnir staðsetningu vinnuskúrs á byggingareit.

 

Athugið að bráðabirgðaheimlagnir eru venjulega aftengdar þegar aðalheimlagnir eru tengdar, rafverktaki þarf því að skila inn aftengibeiðni fyrir bráðabirgðaheimlögninni þegar tengja skal aðalheimtaug í gegnum þjónustusíðu rafverktaka hjá HMS (Húsnæðis og mannvirkjastofnun).

 

Ef bráðabirgðaheimlögn má ekki aftengjast þegar kemur að tengingu aðalheimlagnar verður sú beiðni að koma fram þegar sótt er um bráðabirgðaheimlögnina. Þetta á við til dæmis þegar einar vinnubúðir eru á vinnusvæði þar sem unnið er að byggingu margra húsa.

 

Rafmagnssvið
Tengir bráðabirgðaheimtaug í götukassa og grefur fyrir henni ef þörf er á utan lóðamarka.

 

Rafverktaki

Rafverktaki sér um lagningu bráðabirgðaheimtaugar innan lóðar að tengistað HS Veitna við lóðarmörk og tengir hana að því loknu í vinnuskúrinn.
Þegar bráðabirgðaheimtaug hefur verið lögð innan lóðarmarka lætur rafverktaki verkstjóra HS Veitna vita.

HS Veitur fara fram á að rafverktakar skili rafrænni þjónustubeiðni á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir áhleypingu veitunnar.

 

Gjaldkeri
Gefur út reikning fyrir bráðabirgðaheimtauginni og sendir til viðskiptavinarins. Reikninginn þarf að greiða áður en áhleyping á sér stað.

 

Viðskiptavinur
Greiðir útgefin reikning og óskar eftir áhleypingu þegar það er tilbúið.

 

Mæladeild
Þegar greiðsla hefur borist fyrir bráðabirgða heimtaugina og áhleypingarbeiðni hefur verið móttekin setja starfsmenn mæladeildar upp rafmagnsmælinn og spennusetja veituna.

 

Viðskiptavinur
Þegar viðskiptavinur vill láta aftengja vinnuskúrinn lætur hann rafverktaka sinn óska eftir aftengingu veitunnar inná vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

 

Athugið að ekki er greitt sérstaklega fyrir aftenginguna.