Hitaveita

Hvernig gengur tenging húsnæðis við hitaveitu fyrir sig?

Viðskiptavinur

Semur við pípulagningaverktaka og sækir um tengingu húsnæðis inná Mínum síðum HS Veitna.


Hvar skal heimæðin fara inní húsnæði? – Með umsókn þarf að fylgja málsett afstöðumynd, málsett grunnmynd og skráningartafla húsnæðis.

 

Athugið að húseigandi þarf að ganga frá vegg (yfirborðsfrágangur) við inntaksstað áður en lögnin er lögð inní húsnæði.

 

Sækja skal samtímis um allar veitureningar sem HS Veitur sjá um.

 

Vatnssvið

Hannar tengingu húsnæðis og tengir heimæðina við götulögn. Heimæðin er tengd inní húsnæðið og inntaksloki settur á enda hennar.

 

Gjaldkeri

Gefur út reikning fyrir heimæðinni og sendir til viðskiptavinarins. Reikninginn þarf að greiða áður en áhleyping á sér stað.

 

Viðskiptavinur/pípulagningaverktaki

Óskar eftir áhleypingu, þegar óskað er eftir áhleypingu skal vera búið að ganga frá veggnum sem lagnir skulu staðsettar á (yfirborðsfrágangur).

 

Nægilegt er að óska eftir uppsetningu grindar símleiðis 422 5200 með 1-3 daga fyrirvara.

 

Vatnssvið

Þegar greiðslu fyrir heimlögninni hefur borist setur vatnssvið HS Veitna upp mæli og hleypir vatni á heimæðina.