Bráðabirgðatenging hitaveitu

Hvernig gengur bráðabirgðatenging hitaveitu í vinnuskúr fyrir sig?

Viðskiptavinur

Semur við pípulagningaverktaka og sækir um bráðabirgðatengingu hitaveituheimæðar inná Mínum síðum HS Veitna.


Hvar er vinnuskúrinn staðsettur? Skila þarf inn með beiðninni teikningu sem sýnir staðsetningu vinnuskúrs á byggingareit.

 

Athugið að bráðabirgðaheimlagnir eru aftengdar þegar aðalheimlagnir eru tengdar, nema um annað sé samið sérstaklega.

 

Gjaldkeri
Gefur út reikning fyrir bráðabirgða heimæðinni og sendir til viðskiptavinarins. Reikninginn þarf að greiða áður en áhleyping á sér stað.

 

Viðskiptavinur
Greiðir útgefin reikning.

 

Pípulagningarverktaki
Óskar eftir áhleypingu þegar lögnin er klár til tengingar við dreifikerfi

 

Vatnsdeild
Tengir vinnuskúrinn við dreifikerfi hitaveitu, þegar lögnin er tilbúin til tengingar.

 

Viðskiptavinur
Þegar viðskiptavinur vill láta aftengja vinnuskúrinn skilar hann aftengibeiðni til okkar inná Mínum síðum.

 

Athugið að ekki er greitt sérstaklega fyrir aftenginguna.