Villt þú slást í hópinn?

Aðstoðarverkstjóri Rafmagns í Hafnarfirði

Leitað er að faglegum og reynslumiklum einstaklingi í starf aðstoðarverkstjóra rafmagns í Hafnarfirði.

 

Helstu verkefni felast í daglegu starfi með viðhalds- og eftirlitsteymi rafmagnssviðs auk þess að leysa verkstjóra af eftir þörfum. Að auki þarf aðstoðarverkstjóri að ganga bakvaktir.

 

Á meðal verkefna viðhalds- og eftirlitsteymis eru:

  • Vinna við nýframkvæmdir
  • Viðhald, viðgerðir og endurnýjun á dreifiveitubúnaði
  • Eftirlit með dreifiveitubúnaði
  • Samskipti við viðskiptavini

Unnið er samkvæmt öryggisstjórnunarkerfi og gæðastjórnunarkerfi ISO 9001

 

HS Veitur leggja áherslu á að ráða til sín hæfa, áhugasama og vel menntaða einstaklinga, óháð kyni. Við viljum því gjarnan heyra frá þér ef þú;

  • Hefur lokið sveinsprófi í rafvirkjun, það er kostur ef þú hefur meistarapróf eða aðra menntun s.s. rafiðnfræði
  • Býrð yfir samskiptahæfni, góðri tölvufærni, hefur brennandi áhuga á tæknimálum og sýnir frumkvæði í starfi
  • Getur unnið sjálfstætt, axlað ábyrgð á verkum þínum og unnið undir álagi
  • Hefur gilt ökuskírteini og hreint sakavottorð

Nánari upplýsingar veitir Kristján Örn svæðisstjóri í síma 840 5501

 

Umsóknir óskast sendar í gegn um heimasíðu HS Veitna

 

Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar nk. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað.