Jafnréttisstefna

Jafnréttisáætlun 2020-2022

Jafnrétti er mikilvægur liður í mannauðsstefnu HS Veitna og rík áhersla lögð á að tryggja jafnrétti og koma í veg fyrir hvers kyns mismunun. Starfsfólk er metið að eigin verðleikum og skal njóta jafnra tækifæra á vinnustaðnum samkvæmt lögum nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði.

HS Veitur hafa markað sér jafnréttisáætlun á grundvelli 18.-22. gr laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, hér eftir nefnd jafnréttislög. Áætluninni er ætlað að tryggja jöfn tækifæri og kjör starfsfólks óháð kyni og að allt starfsfólk fái að njóta sín. Forstjóri og framkvæmdastjórn bera ábyrgð á að jafnréttisáætlun sé fylgt. Mannauðsstjóri ber ábyrgð á framgangi jafnréttismála og að jafnréttisáætlun sé viðhaldið. Jafnréttisáætlunin og aðgerðaáætlunin sem hún felur í sér eru endurskoðaðar annað hvert ár.


Jafnréttisáætlun 2020-2022 var samþykkt í framkvæmdastjórn 28.05.2020
Stjórn samþykkti áætlunina 15.06.2020
Jafnréttisstofa yfirfór og samþykkti áætlunina án athugasemda 25.06.2020

 

Jafnréttisáætlunina má lesa hér