Jafnréttisstefna

Jafnréttisstefna
HS Veitur gæta fyllsta jafnréttis milli kvenna og karla og hver starfsmaður er metinn á eigin forsendum óháð aldri, kyni, kynhneigð, þjóðerni, litarháttar, trú eða stjórnmálaskoðunum. Þetta á meðal annars við um rétt til starfa, aðstöðu, menntunar og kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf.

 

Markmið
Markmið okkar er að stuðla að jafnri stöðu kynjanna innan fyrirtækisins og einstaklingurinn fái að njóta sín í þeim aðgerðum sem áætlunin felur í sér.

 

Ábyrgð
Ábyrgð á framgangi jafnréttismála er hjá mannauðsstjóra sem sér til þess að jafnréttisáætlun sé framfylgt og viðhaldið. Mannauðsstjóri hefur einnig umsjón með endurskoðun og kynningu jafnréttisstefnunnar. Ef starfsfólk telur á sér brotið þá mun mannauðsstjóri tryggja viðeigandi aðstoð. Jafnréttisstefnan er endurskoðuð á tveggja ára fresti.

 

Aðgerðir

  • Leitast er við að jafna stöðu kynja við ráðningar og tilfærslur í starfi og varast að flokka í karla- og kvennastörf
  • Við launaákvarðanir skal greiða jöfn laun, bjóða sömu kjör fyrir sambærileg störf með tilliti til umfangs, ábyrgðar, menntunar og reynslu sem starf krefst. HS Veitur leggja metnað sinn við að að uppræta kynbundinn launamun
  • Starfsfólk skal eiga jafnan aðgang að starfsmenntun og þjálfun
  • Við stofnun vinnuhópa skal taka mið af verkefninu og hafa þekkingu starfsfólks að leiðarljósi
  • Starfsfólki er gert kleift að samræma fjölskyldulíf og atvinnu. Til dæmis með því að auðvelda starfsfólki endurkomu eftir veikindi eða fæðingarorlof og með því að bjóða uppá hlutastörf þar sem því verður við komið
  • HS Veitur líða ekki einelti og kynferðislega áreitni