Snjallmælavæðing

sölumæla á dreifisvæðum okkar

Snjallmælavæðing á dreifiveitusvæðum okkar
Á vormánuðum 2015 hófst snjallvæðing allra sölumæla á veitusvæðum okkar. Snjallmælavæðingin samanstendur af uppsetningu nýrra vatns- og raforkumæla hjá nær öllum okkar viðskiptavinum og uppsetningu söfnunarkerfis sem er í sambandi við snjallmæli viðskiptavina.

 

Áætlað er að snjallmælavæðingin taki allt að átta ár í uppsetningu og ljúki því í lok árs 2022. Á veitusvæðum okkar eru þann 1.9.2020 samtals 37.473 raforkumælar og 10.832 vatnsmælar tengdir hjá viðskiptavinum okkar.
Þegar búið er að setja upp snjallan mæli hjá viðskiptavini og hann er kominn í samband við upplýsingakerfi HS Veitna þarf reikningagerð ekki lengur að byggja á áætlaðri notkun viðskiptavinar. Viðskiptavinir greiða þá fyrir raun notkun vörunnar hverju sinni.

 

Við viljum þó benda á að þó svo að viðskiptavinir séu komnir með snjallmæli er ekki sjálfgefið að greiða strax eingöngu fyrir raunnotkun því mögulegt er að uppsetning söfnunarkerfis sé ekki tilbúin þegar mælirinn er settur upp.

 

Uppsetning snjallmælis vatns og raforku hjá viðskiptavinum
Uppsetning snjallmæla hjá viðskiptavinum er í höndum starfsmanna HS Veitna nema í Vestmannaeyjum þar sem verktakar sjá um uppsetninguna. Starfsmenn okkar eru í fatnaði merktum fyrirtækinu. Haft verður nánara samband áður en kemur að mælaskiptunum sjálfum.

 

Uppsetning rafmagnsmælis tekur að öllu jöfnu 10-15 mínútur og verður viðskiptavinur straumlaus á meðan á framkvæmd stendur.
Uppsetning vatnsmælis í stað eldri gerðar af mæli tekur um 20-30 mínútur og verður viðskiptavinur vatnslaus (heitt eða kalt) á meðan á framkvæmd stendur.
Vatnsleysi við útskipti á hitaveituhemli fyrir mæli tekur að meðaltali um 30-60 mínútur, vatnslaust verður á meðan framkvæmd stendur yfir.

 

Ávinningur viðskiptavina
Helsti ávinningur viðskiptavina okkar í kjölfar snjallmæla-væðingarinnar er að viðskiptavinir fá reikning fyrir raun notkun sína eftir lok hvers mánaðar í stað áætlunarreikninga. Þar með gefst viðskiptavinum HS Veitna tækifæri til að bregðast fyrr við ef um óeðlilega notkun verður að ræða.

 

Eldri aðferðafræðin byggði á því að lesið var á mælirinn einu sinni á ári og því fylgdi villuhætta við innslátt álesturs ásamt því að ef einhver heimilistæki jafnvel höfðu bilað (farin að eyða óeðlilega mikilli orku) eða nýjum orkufrekum heimilistækjum hafði verið bætt á heimilið. Í mörgum tilfellum kom þetta þá ekki í ljós fyrr en mörgum mánuðum síðar með óþægilega háum reikningi til viðskiptavinar sem var engum til ánægju. Í núverandi uppsetningu söfnum við sólarhrings gildum af mælunum í okkar upplýsingakerfi og notast er við nýjasta gildi liðins mánaðar við reikningagerðina.

 

Öryggi samskipta
Allir snjallmælar byggja á þeirri tækni að gögnin frá þeim fara dulkóðuð frá mæli að söfnunarhugbúnaði og þarf hugbúnaðurinn að hafa dulkóðunar lykla („encryption keys“ ) til að geta lesið gagnapakkann frá mælinum og vistað niður upplýsingarnar sem honum fylgja.

Mælaframleiðendurnir útbúa þessa lykla við framleiðslu á mælinum og senda lykil fyrir hvern mæli sem við kaupum. Þannig geta kerfi okkar ein haft samskipti við viðkomandi mæli en ekki aðrir aðilar eða aðrar veitur í nágrenninu með sambærilegan búnað.

 

Hægt er að sjá frekari upplýsingar um samskipti safnstöðvanna við mælana hér.

 

Framtíðarsýn
Framtíðarsýn okkar er sú að viðskiptavinir geti fengið aðgengi að upplýsingum frá sínum mælum á Mínum Síðum þar sem hægt er að fylgjast með notkun niður á dag og hugsanlega klukkustund í framtíðinni (á við raforkumæla). Og þá fylgst með breytingum á notkun heimilisins ef t.d. nýtt orkufrekt heimilistæki er keypt ( þurrkari, frystiskápur, rafmagnsbíll eða annað slíkt ).

 


Þessa framtíðarsýn munum við kynna nánar þegar nær dregur en að svo stöddu er áheyrslan á að koma upp snjallmælunum og safna gögnum af þeim svo hægt sé að byggja reikningagerð viðskiptavina á raunnotkun í stað áætlana.

 

Gæðaeftirlit
Ásamt því að safna upplýsingum um notkun safna mælarnir einnig ýmsum upplýsingum er snúa að gæðum afhendingar hjá HS Veitum til viðskiptavinar. Má þar nefna...

 

Spennu á fösum í rafmagninu við mæli 


Hitastig á hitaveituvatni á afhendingarstað  

 

Mælarnir láta einnig vita ef átt er við þá ásamt því að rennslismælarnir láta vita ef óeðlilegt rennsli verður um mælirinn eða rafhlaða mælis er að tæmast. Þessar upplýsingar nýtast okkur til að bæta þjónustu við viðskiptavini og stuðla að betri gæðum þeirra afurða sem HS Veitur afhenda.

 

Upplýsingar um mælana sem við erum að nota

 

Rafmagnsmælar

Kamstrup Omnipower (Hafnarfjörður og Vestmannaeyjar)

Landis+Gyr (Suðurnesjum og Árborgarsvæði)

 

Hitaveitumælar

Landis+Gyr T550 (Suðurnesjum)

Kamstrup Multical 302 (Vestmannaeyjar)

Kamstrup Multical 402 (Vestmannaeyjar)

Kamstrup Multical 602 (Vestmannayjar)

 

Ferskvatnsmælar

Kamstrup Flow IQ

Kamstrup Multical 602

 

 

Framvinda snjallmælavæðingar
Framvinda verkefnis á myndrænu formi, má sjá hér á 

 

Framvinda snjallmælavæðingar á töfluformi má sjá hér


Einnig er mælt með að fara á YouTube á veraldarvefnum og setja SMART GRID í leitarorð. Ef frekari upplýsinga er óskað um snjallvæðinguna, búnað eða annað sendu okkur tölvupóst á hsveitur[hjá]hsveitur.is eða hringið í síma 422 5200 á opnunartíma afgreiðslu.