Samskipti safnstöðva við mæla

Snjallmælar og safnstöðvarkerfi þeirra:
Söfnunarkerfi eru staðsett í flestum tilfellum í dreifistöðvum HS Veitna og sjá starfsmenn okkar um uppsetningu þeirra.

 

Notast er við fjórar mismunandi tæknilegar leiðir til að eiga samskipti við mælana.

 

1.
RF(434 MHz) samskipti byggir á þráðlausum samskiptum í lofti þar sem gögn frá mælunum ferðast annað hvort beint frá mæli í safnstöð eða hoppar frá einum mæli til annars þar til samband við safnstöð er aðgengilegt. Þessi tækni er notuð á veitusvæði okkar í Hafnarfirði, Garðabæ og Vestmannaeyjum.

 

 

2.
M-Bus (868 MHz) samskipti byggjast á þráðlausum samskiptum í lofti þar sem gögn frá mælunum ferðast beint frá mæli í safnstöð. Þessi tækni er notuð í vatnsmælum fyrir heitt og kalt vatn á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum.

 

3.
PLC – þessi samskiptaleið fer eftir rafmagnsköplum rafdreifikerfisins frá safnstöð við dreifistöð og byggist á því að samskiptin fara fram á annarri tíðni en orkuafhendingin sjálf.

 

4.
P2P með GSM búnaði þá er notast við farsímakerfið og mælirinn hefur módem sem svarar upphringingum söfnunarkerfisins.

 

Tíðnisvið.
Tíðnirnar sem við notum eru mjög lágar og hafa því óverulegar umhverfis truflanir í för með sér og eru t.d. langt undir þeirri tíðni sem þráðlaus net og GSM símar nota en hafa samt umtalsverða drægni sem nýtist vel við söfnun á mæligögnum.

Á myndinni hér að neðan má sjá hvar á tíðnisviðinu samskiptaleiðir okkar eru miðað við önnur þekkt tæki.

Raforkumælar sem eru settir upp í Hafnarfirði, Garðabæ og Vestmannaeyjum eru frá Kamstrup og senda gögn með radio tækni (RF 434 MHz) til safnstöðva.

Raforkumælar sem eru settir upp á Suðurnesjum og Árborg eru frá Landis+Gyr og senda gögn eftir rafstrengjum (PLC) til safnstöðva.

Í sumum tilfellum þarf að notast við GSM sendi búnað (P2P) í vegna slæmra sendiskilyrða. Vatnsmælar sem eru settir upp á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum eru frá Kamstrup og Landis+Gyr og senda gögn með radió tækni (M-Bus 838 MHz) til safnstöðva. Við þá snjallmæla sem nota radio tækni (RF eða M-Bus) getur verið þörf á að tengja
loftnet til þess að ná sambandi við safnstöð, þetta á aðallega við um snjallmæla sem eru mikið inni lokaðir t.d. staðsettir í gluggalausum kjöllurum.