Þakkir

HS Veitur vilja koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra fjölmörgu fyrirtækja og einstaklinga sem lagt hafa fyrirtækinu lið á síðustu dögum.

Viljum við sérstaklega þakka Veitum, Rarik,Landsneti, Norðurorku, píparasveit Almannavarna og fjölmörgum verktökum á Suðurnesjum fyrir ómetanlega aðstoð með mannskap og búnað til að halda raforkukerfinu gangandi og við að koma hitavatnskerfinu í gang á ný.

Einnig viljum við koma á framfæri þakklæti til starfsfólkins okkar sem mikið hefur mætt á að undanförnu.