Staðan á hitaveitunni 14. febrúar

Nú er hitaveitan komin í gang á öllum svæðum og heitt vatn ætti að berast í öll hús. Þó eru eitthvað um staðbundnar bilanir í lögnum og unnið er að viðgerð. Viðskiptavinir á þeim stöðum fá send SMS skilaboð.

Þar til húsnæði á svæðinu hefur náð fullum hita má búast við eitthvað minni þrýstingi á sumum stöðum. Það ástand gæti varað í nokkra daga í viðbót. Þá er heitavatnsrennsli til Fitja enn ekki komið í fyrra horf. Þar til jafnvægi er komið á kerfið og búið er að ná fyrri stöðu í hitaveitutankana að Fitjum er því miður ekki tímabært að opna útisundlaugar á svæðinu.

Borið hefur á því að viðskiptavinir séu að fá móbrúnt vatn úr heitavatnskrönum, biðjum við þá að vera þolinmóðir þar sem þetta ástand getur varað í 4-5 daga eftir áhleypingu.
Ef ekkert hefur lagast að þessum tíma liðnum biðjum við þá viðskiptavini að hafa samband við þjónustuver HS Veitna í síma 422-5200 eða á netfangið hsveitur@hsveitur.is