Staðan á heita vatninu kl 22:00

Staðan kl 22:00

Mikið álag er á hitaveitukerfinu á meðan hiti er að nást upp í húsum á svæðinu og kerfið er að ná jafnvægi.
Staðan núna er þannig að ágætis þrýstingur er í Reykjanesbæ en því miður er lítill þrýstingur í Vogum og Suðurnesjabæ og verður kerfinu leyft að keyra sig rólega upp í nótt og verður vonandi búið að ná ágætist jafnvægi á morgun.

Við biðlum til íbúa sem komnir eru með heitt vatn að fara sparlega með það á meðan við byggjum upp þrýsting á kerfinu, þannig að öll svæði fái að njóta heita vatnsins sem fyrst.

Ef upp koma alvarlegir lekar bendum við á að hafa samband strax við bakvakt í 422-5200 en vinsamlega bíða til morguns með minniháttar mál.

Þó svo að heitt vatn sé komið í krana er eðlilegt að ekki sé kominn hiti á ofna og gólfhitakerfi þar sem fullum þrýstingi hefur ekki verið náð á kerfið eins og komið hefur fram.