Staðan á heita vatninu kl 10:00 13. febrúar

Við biðjum viðskiptavini í Suðurnesjabæ að sýna áfram biðlund fram yfir hádegi.
kerfinu hefur verið leyft að keyra sig rólega upp í nótt og verður vonandi búið að ná ágætist jafnvægi síðar dag en jafnvel ekki fullum þrýsingi fyrr en í kvöld.

Þó svo að heitt vatn sé komið í krana er eðlilegt að ekki sé kominn hiti á ofna og gólfhitakerfi þar sem fullum þrýstingi hefur ekki verið náð á kerfið eins og komið hefur fram.

Þjónustuver HS Veitna tekur á móti tilkynningum um bilanir í síma 422-5200 eða á netfangið hsveitur@hsveitur.is