Rafmagn komið á Grindavík

Rafmagni var komið aftur á bæinn með bráðabirgðatengingu um kl. 23 miðvikudaginn 5. júní.

 

Eftir að loftlína fyrir rafmagn til Grindavíkur skemmdist verulega í hraunflæðinu í síðustu viku var ákveði að fæða bæinn eftir annarri leið beint frá Svartsengi niður með svokölluðum niðurdælingarvegi og nýta fyrirliggjandi streng þaðan og til Grindavíkur. Til þess þurfti að leggja streng um 4 km leið.

 

Hefur þrekvirki verið unnið og er vinna við að koma á varatengingu við bæinn nú lokið töluvert á undan áætlun og rafmagn því komið á Grindavík aftur.