Páll Erland tekur við sem forstjóri HS Veitna

Páll Erland hef­ur verið ráðinn nýr for­stjóri HS Veitna, hann tek­ur við af Júlí­usi Jóni Jóns­syni sem mun láta af störf­um í lok árs eft­ir 40 ára farsælt starf fyr­ir fé­lagið.

Starfið var aug­lýst í ág­úst og sóttu tæp­lega 40 manns um starfið. Í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar­inn­ar seg­ir að stjórn fé­lags­ins hafi nú tekið ákvörðun um að ráða Pál, en hann hef­ur störf á nýju ári.

Páll er fram­kvæmda­stjóri Samorku, en áður var hann fram­kvæmda­stjóri Orku nátt­úr­unn­ar.