Nýja hitaveitulögnin til Grindavíkur skemmd undir hrauni

Í ljós hefur komið að nýja hitaveitulögnin sem unnið var að því að leggja í jörðu þegar hraun rann yfir hana þann 14. janúar reyndist vera skemmd.
Kom þetta í ljós við mælingar á rennsli lagnarinnar og svo virðist sem hátt í helmingur af því heita vatni sem sent er frá orkuverinu í Svartsengi tapist á leiðinni til Grindavíkur.
Þetta skýrir hvers vegna erfitt hefur reynst að ná upp þrýstingi í hitaveitunni í Grindavík, þrátt fyrir að búið sé að gera við alla helstu leka sem vitað er um í bænum.
Verið er að skoða hvernig ráðast megi í viðgerð á lögninni á þessum stað og er það gert í samráði við almannavarnir.