Lekar í dreifikerfi hitaveitunnar á Suðurnesjum

Eins og við mátti búast eru að koma fram lekar í dreifikerfi hitaveitunnar sem verið er að lagfæra.
Við eigum von á frekari bilunum á lögnum í dag og næstu daga og reynum eftir bestu getu að senda SMS upplýsingar til viðskiptavina þar sem við höfum þurft að loka fyrir heitt vatn.
Þjónustuver HS Veitna verður opið til kl 22 í kvöld og tekur á móti tilkynningum í síma 422-5200 eða á netfangið hsveitur@hsveitur.is.

Eins og áður hefur komið fram er ekki kominn fullur þrýstingur á kerfið og því eðlilegt að ekki sé komið heitt vatn á alla staði.
Það mun taka töluverðan tíma að ná upp þrýstingi þannig að allir fái vatn.