HS Veitur tóku þátt í íbúafundi í Reykjanesbæ um afhendingaröryggi á tímum náttúruhamfara

 

Páll Erland, forstjóri HS Veitna tók þátt í upplýsingafundi um afhendingaröryggi vatns- og raforku á Reykjanesi sem haldinn var fyrir íbúa Reykjanesbæjar, Voga og Suðurnesjabæjar þann 29. febrúar sl. Fundinum stýrði Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Ásamt Páli voru með framsögu þau Halldóra Fríða, formaður bæjarráðs, jarðfræðingurinn Ari Trausti og Kristinn framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku. 

 

Hér má nálgast upptöku af erindi Páls

 

(Mynd: víkurfréttir / Hilmar Bragi)