Bilun í vestmannaeyjastreng 3

Vegna bilunar í vestmannaeyjastreng 3 hefur vestmannaeyjastrengur 1 verið tekin í rekstur. Hann verður keyrður ásamt varaafli.

 

Fyrstu skoðanir gefa til kynna að bilunin sé í landi. Landsnet er að skoða málið og undirbúa næstu skref, en alls er óvíst hveru lengi þetta ástand varir og ekki er von á frekari upplýsingum fyrr en á morgun.

 

Á meðan þetta ástand varir biðlum við til Eyjamanna að fara sparlega með rafmagn.

 

Hægt er að fyljgast með á heimasíðu Landsnets Tilkynningar frá stjórnstöð (landsnet.is).