HS Veitur eru í hópi framúrskarandi fyrirtækja 2023

 

HS Veitur eru Framúrskarandi fyrirtæki árið 2023 samkvæmt lista Creditinfo sem birtur var þann 25. október sl. og eru þannig í hópi þeirra 1006 fyrirtækja sem þykja framúrskarandi árið 2023. 

 

Fyrirtæki sem teljast framúrskarandi þurfa að uppfylla ströng skilyrði og eiga það sameiginlegt að byggja rekstur sinn á sterkum stoðum. Liggur markviss undirbúningur og þrotlaus vinna að baki framúrskarandi árangri. Erum við stolt af því að vera hluti af þeim 2,5% fyrirtækja á Íslandi sem fá þessa viðurkenningu. 

 

Á myndinni tekur Páll Erland, forstjóri HS Veitna við viðurkenningunni fyrir hönd fyrirtækisins.