Færanlegar hraðhleðslustöðvar ON í Vogum

Að beiðni HS Veitna hafa verið tengdar tvær færanlegar hraðhleðslustöðvar ON í Vogum.
Önnur við Skyggnisholt og hin við Áhaldahúsið í Iðndal.
Er þetta gert þar sem ekki er hægt að nýta heimahleðslur vegna takmörkunar á rafmagnsnotkun.

Viðskiptavinum nægir að nota ON lykil eða ná í ON appið.

Við minnum á fyrri tilmæli, að nota ekki heimahleðslur til að hlaða bíla að svo stöddu og því bendum við rafbílaeigendum á hinar fjölmörgu hraðhleðslustöðvar Instavolt, Brimborgar, Olís/Ísorku, Orkunnar og N1 sem þegar eru í boði á Suðurnesjum.