Ársreikningur HS Veitna fyrir 2016

Stjórn HS Veitna hf. samþykkti á fundi sínum í dag ársreikning félagsins vegna ársins 2016.

 

Hagnaður ársins 2016 var 736 milljónir króna. á móti hagnaði árið 2015 upp á 780 milljónir króna Það er minnkun hagnaðar um 44 milljónir króna sem skýrist með hækkun fjármagnsliða upp á 23 milljónir króna og hækkun annarss rekstrarkostnaðar um 28 milljónir króna.


EBITDA var 1.899 milljónir króna (32,9%) árið 2016 á móti 1.896 milljóna króna (32,4%) árið 2015.

 

Fjárhagsstaða er sterk og horfur góðar. Eiginfjárhlutfall þann 31. desember 2016 er 42,3% en var 42% í ársbyrjun.

 

Veltufjárhlutfall var 2,52 þann 31. desember 2016 samanborið við 3,49 í árslok 2015.

 

Hluthafar félagsins eru fjórir, í lok árs áttu þrír hluthafa yfir 10% hlut í félaginu:

  • Reykjanesbær 50.10%
  • HSV Eignarhaldsfélag slhf 34.38%
  • Hafnarfjarðarbær 15.42%

Ársreikningur 2016

Fréttatilkynning