Reikningar eingöngu birtir á Mínum síðum

Frá og með 18. febrúar 2022 verða reikningar eingöngu birtir á Mínum síðum út frá heimasíðu okkar hsveitur.is.

 

Viðskiptavinir skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og geta m.a nálgast útgefna reikninga, álestrasögu og notkun, skráð álestur, tilkynnt flutning og fl. 

Eftir innskráningu má skrá aðgang fyrir aðra með því að skrá kennitölu viðkomandi í stillingum.

 

Orkureikningar eru almennt birtir 3.-7. hvers mánaðar. Eindagi er 23.dag mánaðar nema því aðeins að sá dagur komi upp á helgi eða rauðum degi, í slíkum tilfellum færist eindagi til næsta virka dags.

Vatnsgjaldareikningar eru almennt birtir 18.-20.dag þess mánaðar sem er verið að reikningsfæra og eindagi er 15.dag næsta mánaðar. nema því aðeins að sá dagur komi upp á helgi eða rauðum degi, í slíkum tilfellum færist eindagi til næsta virka dags.

Samkvæmt lögum ber dreifiveitum að sundurliða rafmagnsreikninga og aðskilja kostnað vegna dreifingu, flutnings og jöfnunargjalds.

 

Dreifing er fyrir dreifingu raforku og þjónustu HS Veitna. Flutningur er vegna þjónustu Landsnets sem rekur háspennukerfið. Jöfnunargjald rennur til ríkisins, til þess að jafna orkukostnað milli landshluta sbr. lög nr.98/2004 

Vatnsgjöld þar sem heildarálagning ársins er minni en 20.000 eru reikningsfærð í einum reikningi í janúar ár hvert. Vatnsgjöld þar sem heildarálagning ársins er hærri en 20.000 dreifast sjálfkrafa í 11 greiðslur og innheimt er janúar- nóvember.