Rafmagnsleysi laugardaginn 2. febrúar

Bilun í endabúnaði háspennu í tengivirkinu í Fitjastöð varð þess valdandi að spennir 1 og 2 slógu út. Við það varð rafmagnslaust í Vogum, Innri Njarðvík og á Fitjum frá kl. 16:50 til 17:40. Endabúnaðurinn hefur verið í notkun í 8 mánuði en það á eftir að taka hann út, þ.e. finna orsök þess að búnaðurinn bilaði.

 

Viðskiptavinir sem höfðu samband vegna þessa sýndu mikla þolinmæði og fyrir það erum við þakklát.


Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem rafmagnsleysið hafði í för með sér.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar af starfsmanni á staðnum.