Rafmagnslaust í Grindavík 11. nóvember

Uppfært kl. 11.24

Rafmagn er komið á í Grindavík

Uppfært kl. 11.13 
Búið er að greina bilunina og verið að fæða rafmagnið eftir öðrum leiðum. Rafmagn er komið á hluta bæjarins og vonandi tekst að koma rafmagni á allan bæinn áður en langt um líður.

kl. 09.23
Rafmagnslaust er í Grindavík vegna bilunar. Unnið er að bilanagreiningu.