Kaldavatnslokun í Keflavík frá kl. 22 þann 16. apríl

Uppfært: Vatni var hleypt á meirihluta Keflavíkur um kl. 06, 17. apríl. Tenging við Iðavelli og Elliðavelli gekk ekki sem skyldi og er verið að vinna í að klára tengingu við þær götur. Um kl. 08:45 var vatni hleypt á allt kerfið og jafnvægi komið á í kjölfarið. 

Vegna viðgerða í dreifikerfi vatnsveitu verður lokað fyrir kalt vatn í Keflavík þriðjudaginn 16. apríl frá kl. 22 og er áætlað að hleypa aftur á morguninn eftir, þ.e. kl. 6 þann 17. apríl. 

 

Gera má ráð fyrir vatnsleysi á afmörkuðum svæðum og takmörkuðum þrýstingi á öðrum. Má ætla að skiptingin verði þannig:

 

  • Alveg vatnslaust:  Allir ”Vellir” og Aðaltorg.
  • Litlar líkur á vatni: Hús ofan Hringbrautar milli Skólavegar og Heiðarbergs og svo Helguvík.
  • Líkur á smá vatni:  Hús neðan Hringbrautar milli Skólavegar og Vesturbrautar.

 

 

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda !