Framkvæmdir við Borgarveg í Reykjanesbæ

Ákveðið hefur verið að fara í umtalsverðar jarðvegsframkvæmdir á vegum rafmagnsdeildar HS Veitna við Borgarveg 23-35 í Reykjanesbæ. Þessar framkvæmdir eru tilkomnar vegna endurnýjunar á háspennustrengjum.

 

Núverandi háspennustrengir eru komnir til ára sinna og núverandi lega þessara strengja uppfylla ekki kröfur til lagningu slíkra strengja í dag. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í viku 33 og muni ljúka í viku 40 eða í byrjun október. 

 

Þegar farið er í jarðvegsframkvæmdir leitumst við eftir góðu samstarfi og samvinnu við alla aðila sem hlut eiga að máli og því hefur það verið ákveðið að nýta þetta verkefni til að betrumbæta umhverfið og gefa íbúum sem eiga lóðir að framkvæmdasvæðinu kost á að koma með óskir um breytt aðgengi að lóðum. Slíkum óskum er hægt að koma til verkstjóra rafmagnsdeildar með því að senda tölvupóst á gudmundur@hsveitur.is. 

 

Yfirborðsfrágangur verður unnin í samstarfi við Reykjanesbæ þar sem steyptur verður nýr rennusteinn og gangstétt verður hellulögð með 30x30 hellum en niðurfellingar verða hellulagðar með 10x10 hellum. Með þessu er verið að endurnýja marg sprungnar steyptar gangstéttar sem komnar eru til ára sinna.

 

Jarðvinnuverktaki HS Veitna í þessu verkefni eru Íslenskir aðalverktakar og sjá þeir um allan gröft og endanlegan yfirborðsfrágang. Eftirlit og verkstjórn er í höndum HS Veitna og óskað er eftir því að öllum fyrirspurnum og ef einhverjar athugasemdir koma til á framkvæmdatímanum að beina slíku til verkstjóra rafmagnsdeildar á tölvupóstfangið gudmundur@hsveitur.is.