Rafmagnslaust í Hafnarfirði og Álftanesi

Það er rafmagnslaust í Hafnarfirði og á Álftarnesi og leitað er að bilun.
Rafmagnslaust var um 19:25

 

(Uppfært 19.7.2019)

Bilun varð í háspennubúnaði í dreifistöð á Fagrahvammi, en sá leggur flytur um þessar mundir raforku frá HF2 í Hamranesi til aðveitustöðvar í Öldugötu 39.

Við biluninna leystu varnir spennis út í Hamranesi hjá Landsneti, fór því HF2 og HF4 út.

15-júlí 19:15-19:25 Rafmagnsleysi á Völlunum í Hafnarfirði (HF4)

15-júlí 19:15-20:03 Rafmagnsleysi á Holtinu, Börðunum, Höfninni, Hvömmunum og Norðurbærinn í Hafnarfirði ásamt Álftanesi og Ásum í Garðabæ (HF2)

Hjá viðskiptavinum okkar búsettum í Fagrahvammi varaði rafmagnsleysið lengur eða frá 19:15-22:08.

Unnið var viðgerð aðfaranótt þriðjudags 16.júlí frá 00:00-12:00.