Heitavatnslaust í Innri-Njarðvík og Vogum

Vegna vinnu við stofnlögn þarf að loka fyrir hitaveitu í Innri-Njarðvík og Vogum Vatnsleysuströnd mánudaginn 13.06.22 frá kl 22:00, áætlað er að vatn verði komið á alla notendur fyrir kl. 8:00 þriðjudaginn 14.06.22. Sú vinna sem orsakar þessa lokun er veðurháð og því er nauðsynlegt að hafa þann fyrirvara á að fresta gæti þurft þessari vinnu. Eigendur fasteigna á þessu svæði sem hafa skráð símanúmer munu fá senda tilkynningu um lokunina með SMS (smáskilaboðum) og tölvupósti sem hafa skráð tölvupóstfang að morgni 9.júní.

 

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu hlýst.