Rafmagnslaust útfrá dreifistöð sem stendur við Sunnubraut 56 í Reykjanesbæ

Vegna viðhaldsvinnu í DRE-218 við Sunnubraut 56 Reykjanesbæ í nótt, er óhjákvæmilegt að  fasteignir sem tengjast viðkomandi stöð verði án rafmagns á meðan vinnu stendur.

Eigendur fasteigna á þessu svæði sem hafa skráð símanúmer (NÁNAR HÉR) hafa fengið senda tilkynningu um straumleysið með SMS (smáskilaboðum).

Gert er ráð fyrir því að rafmagn verði tekið af kl. 00:00 á miðnætti í nótt og rafmagn verði komið á aftur eigi síðar en kl. 5:00 að morgni fimmtudagsins 4.nóvember.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda viðskiptavinum okkar.