Áætlað er að viðgerðin taki um 6 klukkustundir, en að það geti tekið allt að 8 klukkustundir í heild að vinna aftur upp þrýsting í kerfinu svo að allir notendur fái heitt vatn á ný. Áætlað er að fyrstu viðskiptavinir fái heitt vatn aftur um kl. 02 og allir notendur verði komnir með heitt vatn aftur um kl. 04 aðfaranótt sunnudags.
Við biðjum íbúa og fyrirtæki á svæðinu að gera ráðstafanir í samræmi við þetta og sýna þolinmæði á meðan vinna stendur yfir.
Starfsfólk HS Veitna leggur kapp á að ljúka framkvæmdinni eins fljótt og örugglega og hægt er.
Upplýsingar verða uppfærðar á hsveitur.is og samfélagsmiðlum HS Veitna eftir því sem framkvæmdinni miðar áfram.
HS Veitur þakka fyrir skilning og þolinmæði íbúa á svæðinu.