Nýtt fyrirkomulag verðskrár hitaveitu í Eyjum - Orkuverðskrá
Breytingar á verðskrá frá 1. janúar 2026
HS Veitur reka hitaveituna í Vestmannaeyjum. Um er að ræða fjarvarmaveitu með lokað kerfi þar sem heita vatnið er hitað upp í varmastöð, dreift til notenda og afgangs varma síðan skilað aftur til varmastöðvar þar sem hann er endurnýttur.
Frá og með 1. janúar 2026 tekur gildi nýtt fyrirkomulag verðskrár sem byggir á orkumælingu.
Markmiðið er að tryggja sanngjarnari dreifingu kostnaðar, hvetja til orkunýtni og endurspegla raunverulega notkun hvers og eins. Einnig verður kostnaðurinn sem notendur greiða ekki eins háður hitastigi vatnsins sem til þeirra kemur heildur þeirri orku sem þeir nýta.
Hvað er að breytast?
Í eldri verðskrá var innheimta byggð fyrst og fremst á magnmælingu þ.e. hversu mikið magn viðskiptavinir nota af heitu vatni.
Í nýju verðskránni er hún byggð upp þannig:
- 70% orkumæling (kWst)
- 30% magnmæling (m³)
Þetta er sama fyrirkomulag og flestar fjarvarmaveitur nota.
Magnmæling, heldur áfram að hvetja til góðrar heitavatns notkunar
Magnþátturinn tryggir að áfram sé hvatt til hagkvæmrar heitavatns notkunar og að vatni sé ekki skilað of heitu út á bakrásina.
Orkumæling, stuðlar að sanngirni
Viðskiptavinir greiða nú fyrir orkuna sem þeir taka úr vatninu, óháð hitastigi vatnsins sem kemur inn í húsið.
Þetta gerir fyrirkomulagið sanngjarnara, sérstaklega í lokuðum hitaveitum eins og þeirri í Vestmannaeyjum.
Hvernig er orkan mæld?
Snjallmælar viðskiptavina búa yfir getu til að mæla bæði magn og orku. Þeir mæla þrjú gildi:
Út frá þessum upplýsingum er reiknuð varmaorka í kWst, rétt eins og í rafmagnsnotkun eða annarri orkumælingu.
HS Veitur hafa undanfarið endurnýjað mæla eftir þörfum í Vestmannaeyjum og tryggt að þeir skili áreiðanlegum upplýsingum fyrir reikningagerð.
Hvaða áhrif hefur innleiðing orkuverðskrár á viðskiptavini?
Breytingin úr magn- yfir í orkuverðskrá felur aðeins í sér nýja aðferð við að skipta sömu tekjum á milli viðskiptavina. Hún hækkar því ekki heildartekjur hitaveitunnar.
Áhrif breytingarinnar úr magnverðskrá í orkuverðskrá á viðskiptavini ráðast af notkunarmynstri
- Þeir sem taka mestan varma úr vatninu mega eiga von á hækkun.
- Kostnaður annarra viðskiptavina breytist ekki eða lækkar.
Útreikningar sem byggja á notkunartímabilinu maí 2024 til maí 2025 sem sýna hvernig breytingin hefði orðið ef orkuveðrskrá hefði verið í gildi á þessu tímabili:
HS Veitur hafa þegar verið í sambandi við þau heimili sem greiningar sýna að gætu orðið fyrir óvenju mikilli hækkun, til að finna orsakir og bæta orkunýtni áður en ný verðskrá tekur gildi
Get ég haft áhrif á eigin kostnað?
Já, margir geta dregið úr áhrifum breytinganna með því að:
- stilla húshitunarkerfi rétt,
- tryggja að bakrás komi ekki of köld út,
- gera við bilanir eða óhagkvæm ofnakerfi,
- nýta varma vel, þá þarf minna af honum.
Algengar spurningar (Q&A)
-
Til að tryggja sanngjarnari og nútímalegri verðskrá þar sem er lokað kerfi í hitaveitu og varmi í bakrás endurnýttur. Er þetta í takt við fyrirkomulag annarra fjarvarmaveitna.
-
Það fer eftir því hversu mikinn varma þú notar úr vatninu.
-
Nei. Í Vestmannaeyjum eru aðstæður öðruvísi því þar er rekin fjarvarmaveita. Sem þýðir að við erum með innviði sem hita upp vatn fyrir íbúa í Vestmannaeyjum. Vegna þess hvernig fyrirkomulagið er í Eyjum er lokað hringrásarkerfi sem býður upp á að viðskiptavinir skili bakrás inn á kerfið.
-
Nei. Breytingin, að fara úr magnverðskrá í orkuverðskrá, skilar sömu heildartekjum.