Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Breyta í þriggja fasa rafmagn

Breyta í þriggja fasa rafmagn

Í flestum tilvikum er hægt að breyta heimtaug úr einfasa yfir í þriggja fasa. Ekkert gjald er reikningsfært ef heimtaugin býður upp á þriggja fasa rafmagn.

Ef í ljós kemur að skipta þurfi um heimtaugina, verður að sækja um nýja heimlögn.

 

Ef óskað er eftir að breyta úr einum fasa í þrjá þá gildir eftirfarandi ferli:

    • Rafverktaki sendir inn Þjónustubeiðni til HS Veitna í gegnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fyrir hönd viðskiptavinar
    • Tengiliður upplýstur um afhendingartíma og kostnað ef hægt er að framkvæma án þess að skipta um heimlögn
    • HS Veitur taka rafmagn af í samráði við rafvirkja rafverktaka
    • Rafverktaki tekur niður einfasa mæli í samráði við HS Veitur og breytir rafmagnstöflu
    • HS Veitur breyta í þriggja fasa rafmagn og setja upp nýjan mæli

    Afhendingartími er áætlaður 5 virkir dagar með fyrirvara um að strengur sé hæfur fyrir þrjá fasa og hvorki þurfi að gera breytingar né stækka götuskáp.