Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Lokun á heitu vatni í Ytri-Njarðvík, Keflavík og Suðurnesjabæ miðvikudagskvöldið 29. október

Vegna áframhaldandi viðgerðar á stofnlögn hitaveitu verður lokað fyrir heitt vatn á þjónustusvæði HS Veitna í Ytri-Njarðvík, Keflavík og Suðurnesjabæ að kvöldi miðvikudags 29. október frá kl. 22:00.

20251020 113203 Edit

Áætlað er að viðgerðin taki um 4 klukkustundir, en að það geti tekið allt að 8 klukkustundir í heild að vinna aftur upp þrýsting í kerfinu svo að allir notendur fái heitt vatn á ný.

Við biðjum íbúa og fyrirtæki á svæðinu að gera ráðstafanir í samræmi við þetta og sýna þolinmæði á meðan vinna stendur yfir.

Starfsfólk HS Veitna leggur kapp á að ljúka framkvæmdinni eins fljótt og örugglega og hægt er.

Upplýsingar verða uppfærðar á hsveitur.is og samfélagsmiðlum HS Veitna eftir því sem framkvæmdinni miðar áfram.

HS Veitur þakka fyrir skilning og þolinmæði íbúa á svæðinu.

Hér má nálgast hollráð um heitt vatn

Stofnlögn Lokun2210
Lokunin nær yfir ytri-Njarðvík, Keflavík og Suðurnesjabæ
© HS Veitur