Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Sjálfbærnistefna

Prufa1

1. Stefna í samfélagslegri ábyrgð

HS Veitur eru framsækið þekkingar- og þjónustufyrirtæki í veitustarfsemi sem telst til mikilvægra innviða. Hlutverk félagsins felst í að færa viðskiptavinum lífsgæði með því að veita aðgengi að tærum og endurnýjanlegum auðlindum á sjálfbæran og hagkvæman hátt í samræmi við lögbundnar skyldur. Hjá HS Veitum starfa um 95 starfsmenn sem sinna margvíslegum störfum til að uppfylla hlutverk félagsins. Félagið vinnur margvísleg verkefni á sviði sjálfbærni og hefur áhrif víða í samfélaginu.


Sjálfbærnistefna þessi nær utan um samfélagslega ábyrgð HS Veitna í víðu samhengi og munu hugtökin samfélagsleg ábyrgð og sjálfbærni verða notuð jöfnum höndum í stefnuyfirlýsingunni og verkefnaáherslum sem fylgja hér á eftir. Með sjálfbærnistefnu lýsir félagið því yfir að það ætlar á ábyrgan hátt að vinna að því að lágmarka neikvæð áhrif á samfélagið og auka þau jákvæðu.

1.1 Stefnuyfirlýsing

HS Veitur skuldbinda sig til að starfa með sjálfbærni að leiðarljósi í allri starfsemi sinni. Markmiðið er að tryggja sameiginlega hagsmuni samfélagsins, viðskiptavina, starfsfólks og eigenda með ábyrgri nýtingu auðlinda og lágmörkun neikvæðra áhrifa á umhverfi og samfélag.

  • Umhverfi

    • Notkun umhverfisvænna orkugjafa.
    • Lágmörkun sóunar og ábyrg meðhöndlun úrgangs.
    • Skilvirk ferlavinna og stöðug umbótamenning.
  • Loftslags- og loftlagsáhætta 
    • Aðlögun innviða og rekstrar að breyttum veðurfarsaðstæðum, t.d. auknum úrkomum, stormum og þurrkum.
    • Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda.
    • Innleiðing kolefnisbókhalds og markmið um kolefnishlutleysi. (umfang 1)
  • Félagslegir þættir

    • Áhersla á heilbrigði, jafnvægi og góð samskipti.
    • Virðing fyrir hagsmunum samfélagsins og starfsfólks.
    • Stuðningur við fjölbreytileika og jafnrétti.
  • Stjórnarhættir

    • Opnir og traustir stjórnarhættir.
    • Reglulegt endurmat á stjórnarháttum samkvæmt viðurkenndum leiðbeiningum.
    • Gagnsæi og ábyrg upplýsingagjöf.

2. Áherslur HS Veitna í sjálfbærni

2.1 Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

HS Veitur leggja sérstaka áherslu á heimsmarkmið sem tengjast hreinni orku, jafnrétti kynjanna (5), heilsu og vellíðan (3), ábyrgri neyslu og framleiðslu (12) og aðgerðum í loftslagsmálum (13).

Stefnan skal endurskoðuð á tveggja ára fresti.

Samþykkt af framkvæmdastjórn 19.06.2025