Starfsmannastefna

Traust, virðing og framfarir

Markmið okkar er að tryggja að vinnustaðurinn einkennist af fagþekkingu, verkkunnáttu, þjónustulund, starfsgleði, heiðarleika og umfram allt gagnkvæmri virðingu.


Sett markmið nást ekki nema fyrirtækið hafi í sínum röðum hæft, áhugasamt og vel menntað starfsfólk, sem getur axlað ábyrgð og sýnt frumkvæði í starfi, brugðist við síbreytilegum þörfum og tekið virkan þátt í framþróun fyrirtækisins. Því leggja HS Veitur metnað sinn í að hlúa vel að starfsfólkinu til að viðhalda starfsánægju og góðum starfsanda. Hjá okkur starfar öflugur hópur fólks og starfsmannavelta fyrirtækisins er mjög lág.

 

Fyrirtækið leggur áherslu á að vera fjölskylduvænn vinnustaður og hefur sett sér sérstaka jafnréttisáætlun sem kveður á um að gæta skuli fyllsta jafnréttis kynjanna og á það meðal annars við um rétt til starfa, aðstöðu, menntunar og kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf.


Innan HS Veitna starfar öflugt starfsmannafélag sem leggur sitt að mörkum til að uppfylla félagslegar þarfir starfsfólks og viðhalda góðum starfsanda innan fyrirtækisins.

 

Starfsmannastefna