Rafmagn

Rafmagn er stór hluti af daglegu lífi okkar, við notum þó sýnu mest af rafmagni í eldhúsinu og þvottahúsinu. Hér koma nokkur einföld sparnarðarráð sem er gott að tileinka sér.

Title icon
Title icon
Kæliskápurinn
Hæfilegt hitastig í kæliskápnum er talið vera 4 til 5°C. Rafmagnsnotkun eykst um 4% fyrir hvert stig sem hitinn er lækkaður. Gætið þess að loftræsting sé nægjanleg bak við kæliskápinn. Léleg loftræsting getur valdið 5-10% meiri rafmagnsnotkun. Kæliskápa sem ekki eru með sjálfvirka afhrímingu þarf að afþíða reglulega.
Title icon
Title icon
Helluborðið
Gætið þess að potturinn sé hæfilega stór á helluna. T.d. fer 20% orkunnar til spillis ef potturinn er 2 cm minni í þvermál en hellan. Ósléttur botn á potti eða pönnu getur valdið 40% meiri rafmagnsnotkun. Notið þétt lok á pottinn og takið það ekki af meðan soðið er. Ef lokið er ekki á pottinum þarf tvöfalt meiri orku en ella. Það þarf tvisvar til þrisvar sinnum meiri orku að glóðarsteikja í ofninum en að steikja á hefðbundinn hátt.
Title icon
Title icon
Frystiskápurinn
Æskilegt er að frystiskápurinn sé á köldum stað. Hann notar 5% minna rafmagn fyrir hvert stig sem umhverfishitinn er lægri. Hæfilegt hitastig í kistunni er um - 18°C. Rafmagnsnotkunin eykst um 5% fyrir hvert stig sem hitinn er lægri. Gætið þess að kæliristin á bakhlið skápsins sé hrein og nægt loft geti leikið um hana. Innilokuð og rykug kælirist getur valdið 30% meiri rafmagnsnotkun. Látið frystiskápinn ekki ganga tómann. Tómur skápur notar jafnmikið rafmagn og fullur.
Title icon
Title icon
Uppþvottavélin
Fyllið uppþvottavélina. Hún notar jafnmikla orku hvort sem mikið eða lítið er þvegið í einu. Notið sparnaðarhnappinn (E) eins oft og kostur er. Pottar og önnur áhöld sem taka mikið rými, er ekki hagkvæmt að þvo í uppþvottavélinni. Þvoið upp sem fyrst svo að matarleifar nái ekki að þorna. Þá nægir styttra þvottakerfi og lægra hitastig.
Title icon
Title icon
Þurkarinn
Vindið þvottinn sem best áður en hann er settur í þurrkarann. Hreinsið lósíuna eftir hverja notkun. Setjið hæfilegt magn af þvotti í þurrkarann, hvorki of mikið né of lítið. Hvort tveggja veldur meiri orkunotkun en ef þurrkað er hæfilegt magn í einu. Notið sparnaðarstillingu þegar henni verður við komið.
Title icon
Title icon
Leynd notkun
Mörg heimilistæki nota rafmagn jafnvel þó að þau séu ekki í gangi. Þetta eru tæki sem búin eru fjarstýringu og eru tilbúin til að hlýða skipun frá henni til dæmis sjónvörp, hljómtæki, myndbandstæki og fleiri. Öll þessi tæki auka orkunotkunina. Þó svo að þau taki lítið afl er oftast kveikt á þeim allan sólarhringinn allan ársins hring.